Nýjast á Local Suðurnes

Fundu kannabisvökva í fórum barna sinna og afhentu lögreglu

Lögreglunni á Suðurnesjum bárust í dag flöskur af meintum kannabisvökva fyrir rafrettur sem foreldrar nokkura barna fundu í fórum þeirra. Í tilkynningu á fésbókarsíðu lögreglunnar segir að rafrettuvökvinn hafi verið í vörslu barna sem voru byrjuð að fikta við að reykja hann.

Fíkniefnadjöfullinn spyr ekki um fjölskyldu- eða heimilisaðstæður né í raun um nokkuð annað, segir í færslu lögreglu, en sérstaklega er tekið fram að umrædd börn komi öll frá góðum heimilum þar sem röð og regla er á hlutunum. 

Lögregla hefur það eftir börnunum að mikið sé um slíkan vökva í umferð og að mikið af ungu fólki sé að reykja þennan kannabisblandaða rafrettuvökva í dag.

Lögreglan hefur áður bent á hættuna sem stafar af slíkum efnum og hversu auðvelt sé að nálgast þau og birti meðal annars myndir af þeim hylkjum sem geyma slíkan vökva.

Færslu lögreglunnar í heild má sjá hér fyrir neðan: