Nýjast á Local Suðurnes

Fundu fyrir jarðskjálfta norður af Grindavík í Borgarnesi

Jarðskjálfti um 4,1 að stærð mældist norður af Grinda­vík um klukk­an þrjú í nótt, aðfaranótt sunnu­dags. Skjálft­inn fannst vel í Grindavík en auk þess hafa til­kynn­ing­ar borist víðs veg­ar af Reykja­nesi, höfuðborg­ar­svæðinu og frá Borg­ar­nesi. Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um tjón.

Skjálfta­virkni hef­ur verið á Reykja­nes­inu frá því í lok árs 2019 ásamt landrisi sem rakið er til kviku­söfn­un­ar. Nokkuð ró­legt hefur verið yfir svæðinu síðustu vik­ur.