sudurnes.net
Fundu brak sem talið er vera úr seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar - Local Sudurnes
Landhelgisgæslunni bárust merki frá neyðarsendi seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar, milli Portúgal og Azoreyja, um kl. 05:00 í morgun, staðsetning neyðarsendisins var skammt suðvestur af Grindavík og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Um klukkan 06:00 fann áhöfn þyrlunnar neyðarsendinn upp í fjöru austur af Hópsnesi og seig sigmaður þyrlunnar niður og sótti sendinn. Engin önnur vegsummerki fundust þá á vettvangi og var því ákveðið að bíða birtingar með áframhaldandi leit og óskaði Landhelgisgæslan einnig eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu til að ganga fjörur. Á áttunda tímanum í morgun hélt björgunarsveitin í Grindavík af stað til leitar. Rétt um klukkan 08:40 fannst brak sem talið er vera úr skútunni og verður leit nú haldið áfram. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nýfarin aftur á vettvang til frekari leitar. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSvona gengur strætó á LjósanóttUm 700 kíló af rusli fargað eftir árlegan strandhreinsidagTveir á slysadeild eftir árekstur á ReykjanesbrautDrónabann við Grindavík framlengtLoka Grindavíkurvegi í báðar áttir vegna framkvæmdaLítilsháttar umferðartafir vegna framkvæmda í dagReykjanesbær býður út ræstingarSkrúðganga og skemmtidagskrá í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrstaFramkvæmdir á Sandgerðisvegi á þriðjudag