sudurnes.net
Fundað fyrir luktum dyrum í Grindavík - Ræða starfslokasamning bæjarstjóra - Local Sudurnes
Bæjarstjórn Grindavíkur heldur fund fyrir luktum dyrum, þar sem rætt verður um starfslok bæjarstjóra sveirarfélagsins, Róberts Ragnarssonar, á þriðjudaginn klukkan 19. Um er að ræða aukafund þar sem tvö mál eru á dagskrá, umrædd starfslok auk mála er varða útboð vegna uppbyggingar Miðgarðs. Starfslok bæjarstjórans hafa legið í loftinu undanfarnar vikur eins og Suðurnes.net hefur greint frá og er búist við að gengið verði frá starfslokasamningi við hann í kjölfar fundarins. Talið er að starfslokin kosti bæjarsjóð um 15 milljónir króna, en í ráðningarsamningi er gert ráð fyrir uppsagnarfresti auk bilðlauna. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkFærri en búist var við hafa sótt um frestun fasteignagjaldaHSS vantar lækna og fjármuni til tækjakaupa – Raunhækkun í fjárlögum aðeins 1% á milli áraKomu í veg fyrir 90 milljóna króna fíkniefnasölu á síðustu stunduFjölgar á atvinnuleysisskrá á milli áraVanda Sigurgeirsdóttir heldur fyrirlestur um einelti og jákvæð samskipti19 starfsmenn Grindavíkurbæjar luku PMTO grunnmenntunVísa ásökunum um þöggun á bug – Starfsfólk bundið þagnarskylduVilja hætta þátttöku í rammasamningi RíkiskaupaTvöföldun í bakgrunnsathugunum það sem af er ári á Keflavíkurflugvelli