Nýjast á Local Suðurnes

Funda með Keili vegna æfingaflugvallar í Vogum – Andstaða á meðal landeigenda

Bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga hefur verið falið, af bæjarstjórn, að óska eftir fundi að áliðnu sumri með Isavia, Keili og landeiganda vegna fyrirspurnar fyrrnefndra aðila um uppbyggingu æfingaflugvallar í landi sveitarfélagsins.

Málinu var einnig vísað áfram til Umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins, en á fundi hennar lýstu nefndarmenn áhuga á að skoða ætti nánar hvort hægt sé að finna æfingarflugvelli stað einhverstaðar í landi Voga.

Nefndin telur mikilvægt að komi slíkt til álita sé það í sátt við íbúa sem og aðra landnotendur, en fram kom í fundargerðum nefndarinnar að nokkrir landeigendur hafi lýst yfir óánægju með fyrirætlanir Keilis.