Nýjast á Local Suðurnes

Fullur og sviptur ók um á sprungnu

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur reyndist vera sviptur ökuréttindum til ársins 2022. Maðurinn var áberandi ölvaður þegar lögreglumenn ræddu við hann og hafði hann þá ekið um á sprungnum afturhjólbarða.

Áður hafði lögregla haft afskipti af erlendum ferðamanni af sömu sökum. Hann ók um Grindavíkurveg á camper-bifreið ásamt félaga sínum. Lögreglumenn tóku kveikjulykla bifreiðarinnar í sína vörslu þar til morguninn eftir en ferðalangarnir tveir gistu í bílnum.

Loks var þriðji ökumaðurinn stöðvaður, grunaður um fíkniefnaakstur. Í bifreið hans fannst poki  sem innihélt meint kannabisefni.