sudurnes.net
Fulltrúar United Silicon funduðu með bæjarráði - "Staðan er mun skýrari heldur en áður" - Local Sudurnes
Fulltrúar United Silicon mættu á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í vikunni, en framkvæmdastjóri umhverfissviðs og sviðsstjóri á fjármálasviði sveitarfélagsins voru einnig boðaðir á fundinn undir þessum lið. Á fundinum gerðu fulltrúar fyrirtækisins fulltrúum Reykjanesbæjar grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, sagði fundinn hafa verið gagnlegan, en fundarmenn voru sammála um það að ástandið hafi hingað til verið óviðunandi gagnvart íbúum svæðisins. “Þetta var almenn yfirferð um stöðuna. Búið er að vinna fjölda greininga á verksmiðjunni, tæknilegar og rekstrarlegar þannig staðan er mun skýrari heldur en áður um hvað þarf að gera. Allir, bæði bæjarfulltrúar og fulltrúar félagsins, voru skýrir á því að ástandið hefði verið óviðunandi gagnvart íbúum svæðisins. Rætt var um kostnað við að gera verksmiðjuna eins og best verður á kosið út frá tillögum norska ráðgjafafyrirtækisins MultiConsult.” Sagði Karen. Meira frá SuðurnesjumHringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti mengunarslys vegna United SiliconSamið um starfslok við Helga – Þórður tekur við forstjórastarfinu hjá United SiliconÍbúar fá tveggja sólarhringa fyrirvara þegar ofn USi verður ræsturNauðsynlegt að verksmiðja USi sé í gangi á meðan úttekt fer framBæjarráð Reykjanesbæjar vill fund með Umhverfisstofnun vegna United SiliconUmhverfis- og samgöngunefnd heldur opinn fund um málefni United SiliconBoða sérfræðinga í loftgæðamálum á sinn fundReykjanesbær boðar Umhverfisstofnun á fund – [...]