Nýjast á Local Suðurnes

Frumsýnir endurgerð Stephen King myndar

Njarðvíkingurinn Elfar Þór Guðbjartsson fékk á dögunum leyfi til að framleiða stutta kvikmynd, sem byggð er á smásögu Stephen King, Popsy. Gerð myndarinnar er hluti af námi Elfars við Kvikmyndaskóla Íslands, en leyfið til framleiðslunnar fékk Elfar í gegnum verkefni á vegum Stephen King, Stephen King´s Dollar Babies, sem miðar að því að aðstoða nema í kvikmyndafræðum við framleiðslu kvikmynda.

Fjöldi Suðurnesjamanna koma að gerð myndarinnar sem ber íslenska heitið Pabbsi og verður hún frumsýnd í Bíó Paradís á morgun fimmtudag klukkan 15:45. Allir eru velkomnir á frumsýninguna og er frítt inn.