sudurnes.net
Frumhönnun nýs sundlaugarsvæðis kynnt - Sjáðu myndirnar! - Local Sudurnes
Hugmyndir eru um að gera verulegar breytingar á sundlaugarsvæðinu í Grindavík en frumhönnun á nýju sundlaugarsvæði var kynnt íbúum á opnum fundi í vikunni. Tillögurnar eru unnar af Batteríinu arkitektum og hefur verið unnið að þeim frá því í maí 2022. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar, en tilkynninguna má sjá í heild hér fyrir neðan: Tillögurnar gera ráð fyrir nýrri byggingu meðfram núverandi knattspyrnuvelli þar sem finna má 17 metra innisundlaug, vaðlaug, heitan pott og gufuböð. Á útisvæði verður 25 metra sundlaug, heitir pottar og leiksvæði. Tillögur að frumhönnun sundlaugarsvæðisins má nálgast hér . Á sama fundi var jafnframt kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið í Grindavík. Deiliskipulagstillöguna má nálgast hér. Get ég komið mínum sjónarmiðum á framfæri?Íbúum gefst kostur á að senda inn ábendingar vegna tillögunnar hér eða með því að senda tölvupóst á Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs á netfangið eggert@grindavik.is eigi síðar en 26. febrúar nk. Hvað gerist næst?Þær nefndir Grindavíkurbæjar sem málið snertir munu vinna úr þeim ábendingum og athugasemdum sem kunna að berast í kjölfar kynningarfundarins. Þegar þeirri vinnu er lokið munu arkitektar hefjast handa við að fullvinna teikningarnar. Hvað er frumhönnun?Við frumhönnun er mannvirkið skilgreint út frá þeim gögnum sem liggja til grundvallar. Í þessu tilfelli þarfagreiningu og samtali [...]