Nýjast á Local Suðurnes

Frönsk kona enn týnd – Ekki ákveðið hvort óskað verði eftir aðstoð björgunarsveita

Alþjóðadeild rík­is­lög­reglu­stjóra er lög­regl­unni á Suður­nesj­um inn­an hand­ar vegna leitar að frönskum ferðamanni, Luise Sor­eda, sem lýst var eftir í dag. Lög­regl­unni á Suður­nesj­um hefur borist fjöldi sím­tala frá fólki sem tel­ur sig hafa séð Sor­eda á hinum ýmsu stöðum á land­inu en að svo stöddu eru eng­ar ná­kvæm­ar vís­bend­ing­ar um hvar hún er niður kom­in.

Frá því er greint á vef mbl.is að hingað til hafi lög­regla meðal annars farið yfir farþegalista flug­fé­lag­anna en ekki var tal­in ástæða til að lýsa eft­ir henni fyrr en í dag. Sor­eda kom til Íslands 5. júlí og sást hún síðast á ör­ygg­is­mynda­vél­um á Kefla­vík­ur­flug­velli við kom­una til lands­ins. Fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að lögreglu hafi borist fyrirspurn frá Interpol um ferðir stúlkunnar þann 7. jílí síðastliðinn.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort haf­in verði form­leg leit þar sem óskað verði eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveita.

Þegar síðast var vitað var Soreda klædd blá­um galla­bux­um, brún­um fjall­göngu­skóm og hvítri peysu. Þá hafði hún meðferðis stór­an rauðan bak­poka ásamt upp­rúllaðri ljós­grárri dýnu. Þeir sem hafa upp­lýs­ing­ar um hvar Soreda er niður­kom­in, eða hafa séð hana, geta haft sam­band við lög­regl­una á Suður­nesj­um í síma 444-2200.