sudurnes.net
Frítt í söfnin í sumar - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að boðið verði upp á ókeypis aðgang í Rokksafn Íslands og Duus Safnahús, menningar og listamiðstöð Reykjanesbæjar frá 1.júní – 31.ágúst. Er þessi ákvörðun tekin sem liður í að bjóða Íslendinga velkomna til Reykjanesbæjar á ferðum sínum um landið í sumar. Reykjanesbær er frábær áfangastaður og tilvalinn til bæði dagsferða og lengri ferða. Uppskrift að góðum degi væri t.d. að fara frítt á söfnin, heimsækja Skessuna í hellinum, fara frisbiegolf, smella sér í Vatnaveröld, fá sér ís eða máltíð á veitingastað, kíkja í búðir og þannig mætti áfram telja, segir á vef sveitarfélagsins. Meira frá SuðurnesjumGrenndargámar komnir upp á SuðurnesjumFerðumst 1800 kílómetra á níu mínútum – Myndband!Biðskýlið bætir verulega við matseðilinn – Margir nýir réttir og frábær fjölskyldutilboð!Ferðatékkinn nýtist vel á Suðurnesjum – Margt í boði sem kostar ekki krónu!Sunny Kef opnar í hjarta ReykjanesbæjarÞúsund manns fengu sér súpu í boði Nettó – Unnin úr hráefni sem annars væri hentGrauturinn mælist vel fyrir í GrindavíkHagstæð leið til að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóðaFjölbreytt dagskrá Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ og GrindavíkWOW-air býður frítt flug fyrir breska ríkisborgara sem vilja flytja til Íslands