sudurnes.net
Frístundastyrkir: Lægstir í Vogum - Hæstir í Garði og Sandgerði - Local Sudurnes
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum að Grindavík undanskildu bjóða upp á frístundastyrki fyrir börn og unglinga á grunnskólastigi til þátttöku í íþróttum, tómstundum eða listgreinum. Upphæðir og aldurstakmörk þessara styrkja eru mismunandi þó að í grunninn séu reglurnar þær sömu í öllum sveitarfélögunum. Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær greiða hæsta frístundastyrkinn af sveitarfélögunum á Suðurnesjum, 30.000 krónur á ári. Reykjanesbær býður uppá hvatagreiðslur, 15.000 krónur á ári til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda og listgreinastarfi. Í Sveitarfélaginu Vogum er styrkupphæðin lægst eða 10.500 krónur á ári. Í öllum sveitarfélögunum utan Sandgerðisbæjar er miðað við að styrkir séu veittir upp að 16 ára aldri. Í Sandgerði er hinsvegar hægt að nýta styrkina til 18 ára aldurs. Grindavíkurbær styrkir ekki tómstundir með beinum greiðslum til iðkenda/foreldra heldur eru æfingagjöld niðurgreidd af sveitarfélaginu þannig að fyrir hvert barn eru að hámarki greiddar 25.000 krónur á ári í æfingagjöld, sama hvaða íþrótt er um að ræða. Mikil ánægja með fyrirkomulagið í Grindavík – Styrkja æskulýðstarf um 200 milljónir króna Grindavíkurbær er ekki með frístundakort heldur hefur sú leið verið farin undanfarin ár að gera samninga við íþróttafélög og félagasamtök sem eru með barna- og unglingastarf. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar sviðsstjóra frístunda- og menningaráðs eru íbúar Grindavíkur ánægðir með þetta fyrirkomulag: [...]