sudurnes.net
Frískápur á Ásbrú - Local Sudurnes
Frískápur hefur verið opnaður við Hjálpræðisherinn að Ásbrú með það að megin markmiði að minnka matarsóun. Á Facebook-síðu sem hefur verið sett upp í tengslum við verkefnið segir að öllum sé frjálst að taka mat og að allir mega skilja eftir mat í skápnum. Ýmsar reglur gilda um frískapa, sem nú eru 11 talsins á landinu, en meginreglan er sú að það má ekki setja skemmdan mat (látið nefið ráða för) og ekki áfengi, segir á Facebook-síðunni, en þar má nálgast reglurnar í heild. Frískápurinn spyr ekki um fjárhag, kyn, trú, þjóðfélagsstöðu eða kynþátt. ÖLL mega taka mat. Í Reykjavík er nokkuð algengt að bakarí, kaffihús, skyndibitastaðir, hótel, airbnb fari með mat í skápana eftir lokun eða eftir brottför gesta. Einnig er tilvalið fyrir alla að fara með mat eftir veislur, segir á síðunni. Meira frá SuðurnesjumLítið um takmarkanir eftir 4. maí – Allir geta mætt í skóla og íþróttirBonn­eau gæti spilað í úrslitakeppninni – Flest lið hefðu sent hann heimKoma til móts við íbúa og atvinnurekendurStarfsfólk Creditinfo styrkti Minningarsjóð ÖllaVilja fá sem flesta í Bláa lónið – Gefa veglegan afslátt!Trampað á deiginu á nýopnuðum Dominos á Fitjum – Myndband!Bæjarstjóri notast við Airbnb – Leigir út íbúð á vegum bæjarinsMega [...]