Nýjast á Local Suðurnes

Fríhöfnin segir upp 62 starfsmönnum

Mynd: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Frí­höfn­in ehf., dótt­ur­fé­lag Isa­via, sagði upp 62 starfs­mönn­um í dag. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

„Því miður er staðan þannig að fækk­un starfs­fólks er óhjá­kvæmi­leg,“ seg­ir Þor­gerður Þrá­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar, í til­kynn­ing­unni.

„Útlit er fyr­ir að ferðamenn sem koma til lands­ins verði afar fáir næstu miss­er­in og erfitt að spá fyr­ir um hvenær fer að horfa til betri veg­ar. Við hjá Frí­höfn­inni höf­um gripið til ým­issa hagræðing­araðgerða frá því að heims­far­ald­ur­inn hófst en því miður er staðan og út­litið verra.”