sudurnes.net
Freyjudagspistill Árna Árna er í boði Pírata - Local Sudurnes
Gleðilegan freyjudag kæru vinir, hérna kemur freyjudagspistillinn í boði pírata Heyrði auglýsingu í útvarpinu frá Elko sem var samtal tveggja og hljóðaði sirka svona „ mig langar ekki í kaffi hjá henni, hún hellir upp á svo vont kaffi – hey gefðu henni nýja kaffivél“ svo kom slagorðið „Segðu það með gjöf.“ Ég fór að velta fyrir mér að þessi auglýsing getur haft neikvæð áhrif. Sumar auglýsingar festast í undirmeðvitundina og einhver gefur frúnni andlitsbað eða föt sem óvart eru of stór. Þá gæti Elko auglýsingin poppað upp í hugann og frúin sannfærð um að hún sé að fitna eða þurfi smá yfirhalningu í framan – segðu það með gjöf. Gluggapóstur er óvinsælt viðfangsefni sem við þurfum því miður að tækla á lífsleiðinni og vekur ekki mikla lukku þegar þetta smígur inn um bréfalúguna hjá okkur. Flestir bíta á jaxlinn og tækla þetta, reyna að standa í skilum og hafa yfirsýn yfir fjármálin. Frosti, útvarpsmaðurinn umdeildi er kannski ekki alveg einn af þeim ef marka má útvarpsviðtal við hann á Bylgjunni fyrr í vikunni. Hann var að fara yfir gluggapóstinn sem hafði safnast saman síðan í apríl og rakst á umslag sem var ekki gluggapóstur. Þarna var á ferðinni hótunarbréf. [...]