sudurnes.net
Fresta skoðunum hjá ung- og smábarnavernd - Local Sudurnes
Öllum skoðunum í 2 ½ árs skoðanir og 4 ára skoðanir hjá Ung- og smábarnavernd HSS hefur verið frestað. Þetta á sömuleiðis við hjá þeim sem eiga bókað í 10 mánaða skoðanir næstu fimm vikurnar. Síðastnefndi hópurinn mun fá tíma í 12 mánaða skoðun. Þá verður tímum í 8 og 12 mánaða skoðun einnig frestað og munu aðstandendur þeirra fá skilaboð í gegnum Heilsuveru.is. Ef foreldrar hafa áhyggjur þá er velkomið að hafa samband við HSS í síma 422-0500. Þau sem eiga bókaðan tíma og eru að mæta, eru vinsamlega beðin um að aðeins annað foreldrið fylgi barninu í skoðun og að þau bíði í bíl sínum hér fyrir utan, en ekki inni á biðstofu, eftir að starfsfólk HSS hringi og láti vita þegar komið er að þeim í skoðun. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu HSS eða á vefsíðu stofnunarinnar. Meira frá SuðurnesjumGrannaslagur af bestu gerð í Njarðvík á fimmtudagNjarðvík fær Hauka í bikarnum eftir úrskurð aganefndarSamgönguráðherra: “Innanlandsflugið ekki flutt til Keflavíkur”Deiliskipulagsbreytingar við Leirdal samþykktar – Sjáðu athugasemdirnarNágrannaslagur í Njarðvík á sunnudag – Fyrsti grasleikur sumarsinsReykjanesið mun koma út á ný þegar samþykki samkeppniseftirlits liggur fyrirNýtt flugskýli Icelandair skapar á annað hundrað störfSkúrir og þokumóða næstu daga – Hlýnar [...]