sudurnes.net
Fresta framkvæmdum vegna sprungu - Local Sudurnes
Bæjarráð Grindavíkur hefur ákveðið að fresta útboði og þar með framkvæmdum við stækkun íþróttamannvirkja um mánuð, en fyrirhugað var að framkvæmdir hæfust um miðjan febrúar. Um er að ræða rúmlega 2.000 fermetra stækkun sem mun rísa norðan megin við núverandi íþróttahús. Á fundi ráðsins greindi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs frá því að upp væri komin ný staða þar sem í ljós hafi komið að sprunga væri undir byggingarreit hússins. Útboð og framkvæmdir munu því frestast á meðan verið er að breyta burðarvirki hússins og mun opnun tilboða og verktíma verða frestað um mánuð. Meira frá SuðurnesjumMikill meirihluti hlynntur uppbyggingu iðnaðar í HelguvíkStaða húshitunar í Grindavík aðgengileg í kortavefsjáUmfangsmikil leit að fólki við KeiliBæta rúmum 2.000 fermetrum við íþróttamannvirkiGjaldtaka í strætó hefst í janúar – Hér finnurðu lista yfir sölustaði og tímatöfluKarlakórar sameinast á ókeypis tónleikum í Duus-húsum“Ég þarf bara spark í rassinn til að halda mig við efnið”Gjaldtaka í strætó hefst í janúar – Hér er verðskráinNý heilsugæsla fær fljúgandi startRúmur milljarður til uppbyggingar á innviðum heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum