Nýjast á Local Suðurnes

Framlög úr Jöfnunarsjóði til reksturs grunnskóla – Rúmlega milljarður til Suðurnesja

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2017. Sveitarfélögin á Suðurnesjum fá úthlutað 961 milljónum króna úr sjóðnum til reksturs grunnskóla.

Áætlunin verður endurskoðuð í febrúar 2017 á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2017, endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2015 og endurskoðunar á áætluðum útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 2016.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,77% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar.

Skiptinguna á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum má sjá hér fyrir neðan. Í Reykjanesbæ eru starfræktir sex grunnskólar en einn í hverju hinna.

Reykjanesbær 525.768.317

Grindavíkurkaupstaður 98.402.502

Sandgerðisbær 92.460.003

Sveitarfélagið Garður 99.927.126

Sveitarfélagið Vogar 102.332.616

Þá hefur ráðherra einnig samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2017. Þessi framlög eru greidd mánaðarlega í jöfnum greiðslum og er skiptingin á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum eftirfarandi.

Reykjanesbær 61.400.000

Grindavíkurbær 13.400.000

Sandgerðisbær 9.450.000

Sveitarfélagið Garður 14.750.000

Sveitarfélagið Vogar 6.750.000

Heildarframlög úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélagana á Suðurnesjum vegna grunnskóla fyrir árið 2017 eru því rúmlega milljarður króna.