sudurnes.net
Framlengja yfirdrátt vegna slæmrar lausafjárstöðu - Local Sudurnes
Aukin fjárþörf vegna fjárfestinga gerir það að verkum að tímabundin þörf á lausafé er að skapast hjá Reykjaneshöfn. Þetta kom fram í máli hafnarstjóra, sem fór yfir stöðu fjármála á síðasta stjórnarfundi. Í máli hans kom einnig fram að þörfin fyrir lausafé muni að öllum líkindum jafnast út er líður á rekstrarárið og þarf að gera ráðstafanir vegna þess. Eftirfarandi var lagt fram á fundinum: Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að óska eftir því við viðskiptabanka hafnarinnar að núverandi yfirdráttarheimild verði framlengd til 31. desember 2022. Meira frá SuðurnesjumGuðbergur skipaður í stöðu formanns Fagráðs um umferðarmálMinnihlutinn vill ekki fjárhaldsstjórn náist ekki samkomulag við kröfuhafaOpnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð SuðurnesjaStúlkurnar beittar hrottafengnu ofbeldi – Meintur gerandi í gæsluvarðhaldiReykjanesbær auglýsir eftir mannauðsstjóraVilja leigja og framleigja ReykjanesvitaGera ráð fyrir að farþegum fækki á KeflavíkurflugvelliErlendur einstaklingur úrskurðaður í gæsluvarðhald – Framvísaði fölsuðu vegabréfiUnnið að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlunFæðingar ekki mögulegar á HSS