sudurnes.net
Framkvæmdum við undirgöng miðar vel - Local Sudurnes
Framkvæmdir við göng undir Víkurbraut til móts við Suðurhóp í Grindavík ganga vel. Unnið að því að steypa upp göngin. Taka þurfti Víkurbraut í sundur við framkvæmdina og þurfa því vegfarendur að fara hjáleið um Hópsbraut, Vesturhóp og Suðurhóp. Áætluð verklok eru í október og þarf því að fara hjáleið áfram. Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og aka varlega um svæðið. Verktakafyrirtækið Ellert Skúlason hf. vinnur verkið, en einungis eitt tilboð barst sem var um 18 milljónum króna hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á. Meira frá SuðurnesjumTvö umferðaróhöpp á ReykjanesbrautÖkumaður undir áhrifum fíkniefna ók aftan á tengivagnÖlvaður ökumaður vespu handtekinnPróflaus ók á flugvél – Olli sólarhrings seinkunVímaður unglingur gómaður á stolnum bílTekinn undir áhrifum áfengis og fíkniefna á rúntinumNíu kærðir fyrir hraðakstur og einn fyrir ölvunarakstur“Lítið svigrúm til að koma til móts við viðskiptavini,” segir forstjóri HS VeitnaHafa haft afskipti af yfir 400 ökumönnum á tveimur vikumÖlvaður á Þjóðbraut með barnunga dóttur á ferðinni