Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir á vegum Reykjanesbæjar fara fram úr áætlunum án heimilda

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Reykjanesbær hefur hrundið af stað aðgerðaáætlun um viðbrögð við ábendingum endurskoðenda vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Ábendingar endurskoðenda Reykjanesbæjar snúa flestar að verkferlum við vinnslu ársreikninganna.

Þá eru þess dæmi að framkvæmdaverkefni á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins fari fram úr fjárfestingaráætlun án þess að óskað hafi verið eftir frekari fjárheimildum, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skulu fjárfestingar og alemnn útgjöld grundvölluð á fjárhagsaáæltun.

Í aðgerðaráætluninni er mælst er til þess að ferli við viðaukaáætlanir verði rýnt með það að leiðarljósi að tryggja framkvæmdaverkefnum nægilegar fjárheimildir á hverjum tíma og verða ferlar varðandi þetta mótaðir og settir í framkvæmd af fjármálastjóra og sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs fyrir desemberlok.