sudurnes.net
Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 fellt úr gildi - Local Sudurnes
Héraðsdómur Reykjaness felldi þann 22. júlí síðastliðinn úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 sem Sveitarfélagið Vogar gaf út. Í dómnum er tekist á um skilyrði fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa í lok lögbundinna ferla sem staðið hafa yfir um árabil. Forsendur dómsins komu Landsneti á óvart og er verið að fara yfir hann og meta hvort ástæða sé til áfrýjunar til Hæstaréttar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að dómurinn hafi ekki áhrif á vinnu við Suðurnesjalínu 2 þar sem framkvæmdir hafa nú þegar verið settar á bið. Meira frá SuðurnesjumRáðherra staðfestir örnefnið FagradalshraunVinnuslys í fjarnámi hjá KeiliHráefni til framleiðslu United Silicon landað í HelguvíkOpnun sumarsýninga í Duus safnahúsumNafn mannsins sem lést í sjóslysi utan við NjarðvíkurhöfnBreytt akstursleið strætó vegna framkvæmdaTvö ísraelsk flugfélög fljúga á KEF í sumarUndirskriftasöfnun vegna deiliskipulagsbreytinga hefst 2. júlíBúið að loka á vinstri beygju við HafnavegSorpeyðingarstöð Suðurnesja kannar möguleika á sameiningu við Sorpu