sudurnes.net
Frá ritstjóra: Skrifast næsta mannslíf á þingmenn og ráðherra? - Local Sudurnes
Tvöföldun Reykjanesbrautar og lagfæringar á Grindavíkurvegi hafa verið mikið á milli tannana á Suðurnesjamönnum undanfarnar vikur, enda stendur til að skera gríðarlega mikið niður í framlögum til samgöngumála, sé miðað við samgönguáætlun sem var samþykkt samhljóða á Alþingi skömmu fyrir kosningar. Þá má ekki gleyma því að flestir ef ekki allir þeir þingmenn, sem tóku sæti á Alþingi nýttu sér ástand vegakerfisins í kosningabaráttunni – Og lofuðu þar öllu fögru. Fjárþörfin í lagfæringar, endurnyjun og viðhald vegakerfisins er mikil, en rætt hefur verið um að rúmlega 100 milljarða króna þurfi í lagfæringar á vegum og um 20 milljarða króna á ári í viðhald. Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) eru eigendur ökutækja rukkaðir um 70 milljarða króna á ári í gjöld af ýmsu tagi, en samkvæmt FÍB fer hins vegar afar lítill hluti þeirrar upphæðar í rekstur vegakerfisins. Þá hafa forsvarsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar bent á þá staðreynd að áætluð tekjuaukning ríkissjóðs vegna aukningar í ferðaþjónustu á árinu 2017 sé vel yfir 20 milljarðar króna – Það er því óhætt að segja að eigendur bíla, sem eru væntanlega flest heimili landsins, auk ferðamanna , séu þegar að borga nokkuð vel fyrir afnot af vegakerfinu, þó fjármagnið sé ekki að skila sér [...]