sudurnes.net
Frá ritstjóra: Fasteignafélög moka inn seðlum eftir snilldardíla við Kadeco - Local Sudurnes
Frétt Suðurnes.net, um mögulega sölu fasteignaþróunarfélags á íbúðum sem fyrirhugað var að setja í útleigu á Ásbrú hefur vakið mikla athygli. Fyrirtækið hafði gefið fjölmörgum aðilum munnlegt vilyrði fyrir leiguíbúðum á svæðinu og hafði fjöldi fólks annað hvort sagt upp leigusamningum sem það hafði fyrir, eða selt íbúðir sínar og stefndi á flutninga á Ásbrú í byrjun júní. Þetta fólk býr nú við mikila óvissu þar sem lítið er um leiguhúsnæði á svæðinu. Annar snilldardíll Kadeco snýr að sölu á leigufélagi í eigu Kadeco þegar leigufélaginu Heimavöllum var selt leigufélagið Ásabyggð. Kaupverðið var ekki gefið upp, en athygli vakti að leigufélagið Heimavellir hækkaði leiguverðið til viðskiptavina Ásabyggðar áður en blekið var þornað á samningnum og áður en króna hafði fengist upp í söluverðið. Eftir kaupin varð til stærsta leigufélag landsins. Gætu hagnast um milljarða á hálfu ári Forsaga fyrra málsins er sú að í desember síðastliðnum gekk Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, frá samningum á sölu á um 90.000 fermetrum af íbúðar- og iðnaðarhúsnæði við fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir hf. að undangengnum löngum viðræðum. Söluverð húsnæðisins var 5 milljarðar króna, eða um 55.000 krónur á fermeterinn. Og svona til að setja það í samhengi þá er það á pari við fermetraverð á íbúð í fjölbýlishúsi í [...]