sudurnes.net
FöstudagsÁrni: Stóra pizzumálið og ungur aðstoðarmaður - En ekki hvað? - Local Sudurnes
Föstudagspistillinn mættur sjóðandi heitur, í bullandi yfirþyngd og stútfullur af íslenskri karlmennsku….. eða hvað ? Góða skemmtun elskurnar. „Hvað er svona merkilegt við það að bora í vegg“ sungu Grýlurnar á sínum tíma og vöktu athygli á að konur geta verið jafn handlagnar og karlmenn. Ný bresk rannsókn sýnir að karlmenn eru að breytast í hálfgerðar dúkkur. Flestir sem tóku þátt í könnunni sögðust þurfa hjálp við að skipta um dekk. Einn af hverjum fimm treystu sér í að laga leka í vatnskrana. Já karlmennskan er á undanhaldi miðað við þessa rannsókn. Ég er að vísu glaður að ég tók ekki þátt í þessari könnun til að draga enn meira niður karlmennskuna. Ég er skelfilegur með verkfæri. Einu sinni fékk ég lánaða borvél og ætlaði nú heldur betur að bjarga mér sjálfur. Bróðir minn re-freshaði mbl.is allann daginn því hann var sannfærður um að það kæmi frétt „maður fór sér að voða með borvél í Grafarvogi.“ Ég horfði á helv…. borvélina og lét þetta eiga sig. Árni Árna Ég verð nú bara að halda áfram að vitna í dægurlagatexta og syngja „það er draumur að vera með dáta“ já bandarískri herinn gæti verið á leiðinni til Keflavíkur aftur. Að vísu [...]