sudurnes.net
FöstudagsÁrni: Sama hvað þú gerir... Ekki kreista bólu bólfélaga - Local Sudurnes
Ég er að reyna að temja mér almenna bjartsýni þrátt fyrir að sjá glasið hálf tómt í sumum málefnum. En batnandi fólki er best að lifa og við verðum að reyna að sjá ljósu punktana í öllu í kringum okkur. Ég sá það í vikunni að arsenik gæti lekið úr kísilverksmiðjunni í Reykjanesbæ. Í stað þess að missa mig ákvað ég að líta jákvæðum augum á þetta þar sem ég á fjölskyldu og vini í arsenikblandaða andrúmsloftinu á Suðurnesjum, ákvað ég að skella mér á aliexpress og pantaði bara stóra sendingu af gasgrímum. Það er ekki slæmt að vera búinn að kaupa jólagjafirnar í mars, ég hef bara aldrei verið svona tímanlega í þessu. Hálf fulla glasið er að hjálpa til. En öllu grínu slepptu þá er kannski best að slökkva ljósin og loka búllunni. Það má með sanni segja að við íslendingar getum verið þverir og lítið fyrir að hugsa stundum út fyrir rammann. Á dögunum var gerð könnun hvort ganga ætti til samninga við Klínikið um framkvæmd aðgerða með það að markmiði að vinna á biðlistunum löngu. Þjóðin skiptist í helming í afstöðu sinni. Að 50% þjóðarinnar vilji að sársjúkir kveljist svo mánuðum skiptir bara til að ekki [...]