sudurnes.net
FöstudagsÁrni: Framsóknarflokkurinn er eins og tifandi tímasprengja - Local Sudurnes
Þvílík vika – það er ekki annað hægt en að fara vítt og breitt í pólitíkinni í föstudagspistlinum að þessu sinni. Já vikan var blóðug fyrir konur í stjórnmálum. Ólína Þorvarðardóttir er over and out, enda átt í miklu basli með að sýna mjúku hliðina og ná til kjósenda. Hún þurfti greinilega tvö prófkjör til þess, henni var hafnað síðast, en datt inn sem varaþingmaður og aftur var henni fórnað í prófkjöri og þessi elska náði loksins sneiðinni og hættir. Ragnheiður Elín, iðnaðarráðherra var rassskellt íllilega. Hún lýsir ástandinu sem áfall í stjórnmálum, hvernig konur komu út úr þessu. Ég heyrði í góðum sjálfstæðismanni á Suðurlandi sem orðaði ástandið svo að þegar hún tók við ráðherrastólnum sást á eftir henni í ráðherrabílnum á ferðasýningar og cokteilboð. Hún gleymdi kjarnanum, grasrótinni sem kom henni í stólinn. Svo afhenti hún íslenska lopapeysu frá Kína með eftirminnilegum hætti. Árangurinn í störfum hennar létu á sér standa og maður uppsker því sem maður sáir. Sagði þessi spekingur við mig. Elín Hist, sú mæta kona náði því miður ekki hljómgrunn þjóðarinnar á kjörtímabilinu, en mætti þó í gallabuxum í þingið. Hún er yndisleg en fann sig ekki og því liggur fyrir að tapið skrifast ekki [...]