Nýjast á Local Suðurnes

FöstudagsÁrni: Framsóknarflokkurinn er eins og tifandi tímasprengja

Þvílík vika – það er ekki annað hægt en að fara vítt og breitt í pólitíkinni í föstudagspistlinum að þessu sinni.

Já vikan var blóðug fyrir konur í stjórnmálum. Ólína Þorvarðardóttir er over and out, enda átt í miklu basli með að sýna mjúku hliðina og ná til kjósenda. Hún þurfti greinilega tvö prófkjör til þess, henni var hafnað síðast, en datt inn sem varaþingmaður og aftur var henni fórnað í prófkjöri og þessi elska náði loksins sneiðinni og hættir.

arni arna keflavikurn

Ragnheiður Elín, iðnaðarráðherra var rassskellt íllilega. Hún lýsir ástandinu sem áfall í stjórnmálum, hvernig konur komu út úr þessu. Ég heyrði í góðum sjálfstæðismanni á Suðurlandi sem orðaði ástandið svo að þegar hún tók við ráðherrastólnum sást á eftir henni í ráðherrabílnum á ferðasýningar og cokteilboð. Hún gleymdi kjarnanum, grasrótinni sem kom henni í stólinn. Svo afhenti hún íslenska lopapeysu frá Kína með eftirminnilegum hætti. Árangurinn í störfum hennar létu á sér standa og maður uppsker því sem maður sáir. Sagði þessi spekingur við mig.

Elín Hist, sú mæta kona náði því miður ekki hljómgrunn þjóðarinnar á kjörtímabilinu, en mætti þó í gallabuxum í þingið. Hún er yndisleg en fann sig ekki og því liggur fyrir að tapið skrifast ekki á kynferði hennar. Ekkert af þessum konum féllu fyrir það eitt að vera konur. Það var hreinlega ekki áhugi meðal kjósenda að nýta sér lengur þjónustu þeirra. Að sjálfsögðu er ömulegt að sjá útkomuna hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvestur og suður. Konur eru nauðsynlegar í íslensk stjórnmál. Kosningarnar eru lýðræðislegar og það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni. Ef kona nær góðum árangri þá er það vegna þess að hún er öflugur einstaklingur, en ef hún tapar þá er það vegna þess að hún er kona. Snúum dæminu aðeins við, ef þrjár konur hefðu landað þremur efstu sætunum í suðurkjördæmi. Hefði umræðan verið „karlmönnum hafnað í prófkjöri.“ Eða hefði umræðan verið „frábær árangur kvenna í prófkjöri.“ Ég vil konur og fullt af þeim í stjórnmálin, en bara á réttum forsendum, þessar konur náðu einfaldlega ekki til kjósenda. Það er greinilegt að minn góði flokkur þarf að setjast niður og finna leiðir til að tryggja veru kvenna í pólitíkinni, við erum ekkert án þeirra.

Framsóknarflokkurinn er eins og tifandi tímasprengja. Það er gaman að fylgjast með örlögum Sigmundar Davíðs. Brotist inn í tölvuna hans, án þess að nokkur merki um það sé að finna. Hundeltur í útlöndum, fjárkúgun, misskilinn, umdeildur en ætlar samt að sitja sem fastast. Umræðunni beitt á þann veg að almenningur á falla í samúðargírinn. Höskuldur fer gegn honum í kjördæminu, Sigurður Ingi getur ekki setið í stjórn flokksins með honum og íhugar mótframboð. Þetta er hádrama í besta gæðaflokki. Hvað gerist á morgun í Bold & the beautiful Framsókn? Á hliðarlínunni situr Lilja Alfreðsdóttir glæsileg ung og velmenntuð kona sem gæti tekið Framsóknarflokkinn í sínar hendur og rifið hann upp frá dauðum. Ekki missa af næsta þætti þegar frúin og pabbinn blanda sér í fjörið til að verja gullkálfinn sinn.

Áfram í pólitíkinni, Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra kemur ekki beint vel út úr skýslu sem birt var í vikunni. Innihaldið langt og leiðilegt og nenni ég ekki að fara yfir það nema að kjarninn er sá að íslenskt samfélag tapaði miklum fjármunum vegna samninga sem hann gerði og fór á bakvið fjármálaeftirlitið. Enn einn skellurinn fyrir vanhæfu vinstri stjórnina og stefnir í að ekkert lát sé á mistökunum þar á bæ. Steingrímur lét nú samt stilla sér upp efstan á framboðslista eins og venjan er og ætlar enn og aftur á þing. Hann er soldið eins og þrálátur kynsjúkdómur, við bara losnum ekki við hann.

Justin Bíbí setti samfélagið á annan endan í síðustu viku. Unglingsstúlkur grétu eins og smábörn þegar stórstirnið steig á svið. Þeir sem eldri voru fóru heim með sárt ennið – á–tuðu sig á að hafa borgað stórar fjárhæðir til að sjá dansarana hans sprikla á sviðinu á meðan söngurinn hljómaði beint af geisladisk. Justin hafði ekki einu sinni fyrir því að fela það og var nú ekkert að nenna að dansa neitt of mikið. Þetta var víst álíka og diskótekið Dísa væri mætt og nokkrir dilluðu sér í takt tónlistina.

Meira fjörið alltaf í Grindavík, það er eitthvað í vatninu eða hveragufunni frá Bláa lóninu. Ástandið er orðið þannig að bæjaryfirvöld hafa gripið til þess ráðs að bana ríðingar í þéttbýli – núna má sjá bílaraðirnar í vegköntunum á Suðurstrandvegi þar sem renir vel á depara og loftkælingu, til að halda móðunni af rúðunum.

Leikskólar hafa verið hálf lamaðir og börn send heim. Bæði er það fjársvelti borgarinnar að kenna og að ekki fæst starfsfólk til vinnu, enda launin ekki mönnum bjóðandi. Dagur kallaði saman blaðamannafund og virðist hafa áttað sig á að fjársvelti í eins mikilvægri grunnþjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Bæta fjármunum í málaflokkinn er jákvætt, EN það er einkennilegt að fylgjast með umræðunni á samskiptamiðlum. Fólk fagnar Degi eins og hann sé dýrlingur af himni ofan. Í alvöru ? Hann er búinn að keyra þetta allt á fjársvelti í tvö ár. Annaðhvort varð hann að hætta og hypja sig úr borgarstjórnarstólnum eða vaða í að leysa málið.Hann gleymdi alveg að segja „sorry, my bad“

Landbúnaðarsamningurinn var afgreiddur á þingi í vikunni. Ég verð að viðurkenna vonbrigði mín hvað það varðar. Er það eðlilegt að samningur, sem kostar ríkið og þar að leiðandi skattgreiðendur, 130 milljarða sé samþykktur með 19 atkvæðum? Ef aðeins 19 þingmenn hafa það í sér að samþykkja slíkan samning hlýtur bara eitthvað að vera að. Það ríkir engin sátt um málið, hvorki hjá þjóðinni, bændum eða á þingi. Nú er spurning hvort forseti vor er með pung eins og forveri sinn og sendirsamninginn í þjóðaratkvæði. Það lítur út fyrir að þjóðin þurfi að ákveða framhaldið fyrst að þingmennirnir geta ekki klárað þetta með afgerandi hætti.

Góða helgi