Nýjast á Local Suðurnes

FöstudagsÁrni er kominn úr fríi – Pólitískur og ögrandi

Föstudagspistillinn er kominn úr sumarfríi og ekki annað hægt en að hafa hann á pólitískum nótunum, kryddaðan með kakkalökkum og kynfærum.

Það er ekki annað hægt en að flissa af prófkjöri pírata í Reykjavík,nei bíðið, eitt prófkjör fyrir 3 kjördæmi. Sá sem fær flest atkvæði fær að velja sér kjördæmi. Það segir okkur að einhver úr vesturbænum gæti leitt listann í Kraganum. Garðbæingar, hafnfirðingar, kópavogsbúar og mosfellingar eru örugglega spenntir fyrir slíkum frambjóðenda. Þá var þetta eins og röðin á opnun kleinuhringja-búllu, hátt í eitthundrað í framboði – mikið úrval af engu. Þá eru ósættir um niðurstöður prófkjöra, hver höndin upp á móti annarri og þeir sem kjósa í prófkjörunum eru nokkrar hræður en samt talað um smölun. Það verður eitthvað þegar þessi sunduleiddi hópur tekur sæti á Alþingi.

Árni Árna

Árni Árna

Talandi um pírata, sem vilja sækja 11 milljarða í sjávarútveginn til að veita fría tannlæknaþjónustu á sama tíma og það vantar 500 hjúkrunarrými í heilbrigðiskerfinu. Ég´ hef áður fjallað um stefnu pírata hvað varðar kvótakerfið. Ef þessi flokkur kemst til valda þá liggur fyrir eitt mesta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar í boði pírata. Það eru merkingar á tóbaki sem varar við skaðsemi þess, spurning að skipta því út núna og setja aðvörun um pírata á tóbakið í staðinn.

Framsóknarflokkurinn stefnir á flokksþing í næsta mánuði. Það erspurning hvort þar fari fram jarðaför flokksins með að styðja Sigmund Davíð áfram til formennsku, eða hvort eistun detti niður og menn velji Lilju Alfreðsdóttur. Framsóknarflokkurinn tefldi fram mörgum góðum loforðum fyrir síðustu kosningar sem gaman hefði verið að sjá verða að veruleika, en þetta stefnir í að blóm og kransar verða afþakkaðir.

Breskir ferðabloggarar fóru ófögrum orðum um Reykkjavík í færslu sinni á dögunum. „Reykjavík er fölsk og of túristaleg“ er upplifun þeirra. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Maður hreggur við ef maður rekst á íslending í miðborginni. Sma hvert farið er, kaffihús, bar eða veitingastaði þá þarf að grípa til enskunnar í flestum tilfellum. Það að vísu angrar mig ekkert en sjarmi miðborgarinnar er í hættu. Hótelbyggingar á hverju götuhorni í byggingu eða á deiliskipulagi á sama tíma og ráðist er í að skipuleggja íbúðabyggðir í iðnaðarhverfum þar sem fyrirtæki og stofnanir hröklast í burtu – og hvert þá, jú í nágrannabæjarfélögin. Stefnan er einstelitt atvinnulíf í borginni okkar, hótel og gististaðir og einn og einn veitingarstaður, þar að segja ef það passar inn í kvótakverfi borgaryfirvalda. Borgin stendur höllum fæti, enda óstjórn og gullæði ríkjandi.

Áfram um borgina, Búseti er eitt fyrirbærið sem borgaryfirvöld hafa samið við um fjölgun íbúða í borginni. Nú er að koma byggingar í umferð á vegum Búseta fyrir vel stæða einstaklinga. Er það markhópurinn sem skortir húsnæði? Borgarstjóri og páfagaukarnir hans eru ekki í tengslumvið stöðuna í borginni. Hverjum vantar íbúð? Jú efnaminni fjölskyldur sem ennþá hanga á þeim draumi að búa í borginni og í þessum hópi eru einstaklingar sem misstu allt sitt í hruninu og eru á vanskilaskrá. Þessir einstaklingar hafa ekki aðgengi að Búseta. Flott hjá þér Dagur, þú ert Sigmundur Davíð Samfylkingarinnar í borginni – jarðar endanlega flokkinn, það er eina góða við þetta brölt á þér.

Það er ekki gott þegar typpið á manni flækist fyrir, en japanski stangarstökkvarinn Hiroki Ogita tapaði á Olympíuleikunum vegna þessa. Typpið á honum felldi stöngina, ef marka má fréttaskýringar og hefur myndband af stökkinu verið skoðað aftur og aftur. Ég að sjálfsögðu varð að rannsaka málið og miðað við hvað gallinn var þröngur þá þarf þessi elska ekkert að glíma við minnimáttarkennd í sturtunni og ég get ekki betur séð en að þetta afsanni draugasöguna um að asískir séu eitthvað nettari að neðan en aðrir.

Það hefur verið hálfgerð martröð fyrir bandaríkjamenn sem gengu fram á styttu af Donald Trump nöktum. Slíkum styttum var komið fyrir í 5 ríkjum Bandaríkjana. Anarkistar stóðu fyrir þessu hryðjuverki með yfirskriftina „keisarinn skortir hreðjar.“ Auðvitað er gert vel úr vömbinni á Donald en ólíkt stangarstökkvaranum japanska er ekki mikið að sjá í klofinu. Alveg ótrúleg þessi fávísi í USA að maðurinn sé kominn alla leið í forsetaframboð.

Já kaninn komúnistabaninn er mættur í Keflavík, það fer ekki á milli mála. Kalla þurfti út meindýraeyði í endurvinnslustöðina Dósasel þar í bæ, til að ráðast á kakkalakka sem skriðu þar um öll gólf. Í den var alltaf talað um að þessi kvikindi hefðu náð bólfestu í húsakynnum kanans og svo var raunin af einhverju leyti. Þetta er víst orðið algengt að eitra þarf fyrirkakkalökkum víða um landið, en það eru víst allskyns kvikindi sem berast til landsins með aukningu ferðamanna og innflutningi af ýmsu tagi. Munið eftir slöngunni í Krónunni ? Svona eru fjölmenningarsamfélögin er það ekki ?

Góða helgi