Nýjast á Local Suðurnes

FöstudagsÁrni er fordómalaus en pólitískur – Að vanda!

Fordómalaus föstudagspistill með meiri útgeislun en Samfylkingin!

Fordómar vöktu athygli mína í vikunni. Samkynhneigður maður var úthrópaður á kynningarfundi þjóðfylkingarinnar, sem elur á fordómum og það vakti ekki mikla hrifningu að hafa homma í salnum. Ég tek ofan fyrir honum að sitja sem fastast. Þá birti vísir.is frétt þess efnis að okkar ástsæli tónlistamaður Unnsteinn kynnti stigagjöf íslensku dómnefndarinnar í Eurovision.og kommentaði kona undir fréttina „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísaland“ – já þetta er orðrétt haft eftir þessari ágætu konu. Maður spyr sig bara hvað er að erast? Er ekki örugglega 21. Öldin? Það er sorglegt að sjá hve margir eru þröngsýnir og fordómafullir og þessi hegðun færir samfélagið marga áratugi aftur hvað mannréttindi varðar.

Árni Árna

Árni Árna

Talandi um mannréttindi þá liggur fyrir lögfræðiálit er varðar yfirtöku gagnkynhneigðs fólks á Samtökunu 78. Í álitinu kveður á að yfirtakan hafi verið ólögmæt, sem betur fer. Hópur gagnkynhneigðra einstaklinga skráðu sig í samtökin til að að samþykkja BDSM klúbbinn inn í samtökin. Þetta fólk segist vera hinseigin fólk og hafði fæðist með BDSMhneigð. BDSM er ekki hneigð heldur áhugamál sem felur í sér særandi losta og pyntingar í ástarleikjum og er án efa ekki meðfætt heldur þróun á kynferðislegri löngun fólks. Samtökin 78 hafa villst af leið hvað þetta varðar og nú er lag að hinseigið fólk endurheimti samtökin sín til baka. Samtökin eru mannréttindasamtök sem hafa náð gríðarlegum árangri á síðustu árum – en eru ekki lostaklúbbur fyrir þá sem þurfa að láta beita si hörku og svipa sig til að fá fullnægngjinu – það er allt gott og blessað og allt í góðu að krydda hlutina en það þarf ekki mannréttindasamtök til að stunda slíka iðju.

Eurovision kom á óvart þetta árið. Lagið sem vann var að mínu mati alveg skelfilegt. Ég skil boðskap þess,en ég hélt að þetta væri sönglagakeppni. Velja besta lagið, en það er einhver misskilningur hjá mér. Það er tönnglast á því að keppnin sé ekki pólitísk en þessi úrslit eru hápólitísk. Ef þetta er það sem koma skal getum við íslendingar lagt þátttöku okkar á hilluna. Ég er ekki viss um að samkennd Evrópu blossi upp ef við sendum lag um aflandsfélög, yfirtöku BDSMá s samtökunum eða bætt gatnakerfi í borginni. Boðskapur framlag Íslands þetta árið var skítkast á samfélagsmiðlum – hljómar voða fallega en verður hálf kjánalegt í samanburði við boðskap sigurlagsins. Fólk býr við kúgun, spreningar og fjöldamorð og við röflum yfir kommentakerfum á samfélagsmiðlum. Hvað segir þetta okkur, ú við búum í paradís en erum að drukkna úr dómhörku í garð náungans og kunnum ekki að meta stöðu okkar í alþjóðaumhverfinu – laus við átök, hryðjuverk og annan viðbjóð sem viðgengst víða úti í hinum stóra heimi.

Hættan við umferðaslys tók á sig nýja mynd í vikunni þegar ökumaður olli stórtjóni og lagði líf margra í hættu, eftir að köttu slapp út úr búri. Já ökumaðurinn var ekkert að stöðva bílinn heldur stóð í stórræðum við að grípa kvikindið á fullri ferð. Keyrði utan í bíl sem kom á móti og framan á bíl sem þar kom á eftir. Það er augljóst að bæta þurfi inn í ökukennsluna kafla um gæludýr í bílum, kannski er það komið inn ég veit það ekki þar sem það eru nú 5 ár síðan ég náði 17 ára aldri og tók prófið. En ég er ekki frá því að þessi ökumaður ætti kannski ekkert að hafa bílpróf fyrst að þetta lág ekki fyrir – eða spurning að skilja kvikindið eftir heima næst þegar farið er á rúntinn.

Maggi Texasborgari náði því mður ekki að safna undirskriftum fyrir framboð sitt til Bessastaða. Ég er svekktur yfir þessu, Garðbúinn dottinn út og ég sem ætlaði að kjósa hann. Þetta þýðir að bæð Garður og Sandgerði eiga ekki forsetaframbjóðendur þar sem Ari úr Sandgerði er líka hættur við. Hann sagði ástæðuna að vísu vera að fjölmiðlar veittu honum enga athygli. Það tekur á að vera í framboði og vakti það athygli mína að fréttastofa Stöðvar 2 gerði að umfjöllunarefni eftirlaun Davíðs Oddssonar. Er ekki alveg að skilja tilganginn með að fjalla um tekjur eins frambjóðenda fram yfir aðra, en fyrst og fremst kemur okkur ekkert við hvað þessir einstaklingar eru með í laun. Að vísu hefur Andri fengið á baukinn líka fyrir listamannalaunin líka – spurning hvort restin af frambjóðendum eigi eftir að greina frá tekjum sínum líka eða er Stöð 2 kannski hliðhollari vissum frambjóðenda og skjóta því bara á Davíð hvað þetta varðar.

Veiðgjöldin voru til umræðu í vikunni en sjávarútvegsráðherra er þeim andsnúinn og bendir á að þau koma sér illa fyrir landsbyggðina. Það getur átt við rök að styðjast. Þetta svokallaða auðlindagjald er í raun sérstakt þar sem ég veit ekki betur en að það sé bara lagt á útgerðir. Ég velti fyrir mér hvort það eigi þá ekki líka við um þá sem vinna sjávarsalt úr sjó, þörungaframleiðslu og tala nú ekki um orkufyrirtækin sem sleja okkur vatn og rafmagn. Þessi fyrirtæki eru líka að nýta auðlindirnar okkar. Auðlindagjaldið getur reynst mörgum fyrirtækjum erfitt en í flestum tilfellum er því velt yfir á sjómennina sjálfa sem þurfa að greiða það – í mínum huga er það ekki sanngjarnt. Þá vilja píratar leggja niður kvótakerfið í núverandi mynd og leigja veiðiheimildirnar. Það er tímaskekkja, eina tækifærið til að taka af kvótakerfið var í hruninu – þar að segja að fella útgerðirnar með bönkunum. Útgerðarfyrirtækin hafa fjárfest í veiðiheimildum í gegnum tíðina, tekið lán og veðsett fyrir kvóta og ef það á að fara eftir stefnu pírata þá verður annað fjármálahrun í landinu með afdrifaríkum hætti sem bitnar á hverjum einasta landsmanni – ekki úthugsað hjá pírötum.

Ég verð að detta á aðeins trúnó með ykkur, en það hefur nú gengið á ýmsu hjá mér síðustu mánuði, blóðtappi við heila, tvær aðgerðir, inn og út af sjúkrahúsum hefur verið þess valdandi að óæskileg og óvelkomin kg hafa límt sig utan á mig. En nú liggur fyrir ný rannsókn sem sýnir að feitir lifa lengur. Já þessi vika færði mér þessa frétt á silfurfati og færði mér von um að miðað við ástandið á mér núna þá verð ég örugglega hundrað ára – hvað á ég þá eftir að skrifa marga föstudagspistla ef ég á eftir að lifa í 58 ár til viðbótar? Jú kæru vinir það eru 3.016 föstudagspistlar eftir.

Ræningjarnir Kasper (Illugi), Jasper(Magnús Geir) og Jónatan(stjórn RÚV) í Kardimónubænum stálu frá Soffíu frænku (Ástþór Magnússon) í vikunni. Kasper, Jasper og Jónatan stálu kosningabaráttunni, umræðuþáttum og fylginu, en Soffía frænka er viss um að þetta var allt hérna í gær. Ástþór Magnússon var í viðtali í Sarpinum í vikunni og þegar öllu gríni er slepptu þá var þetta viðtal við kappann besta viðtalið sem ég hef heyrt við forsetaframbjóðanda. Ástþór er með heimsmálin á hreinu, sem og stöðuna hérna heima við. Af hverju ekki að gefa honum sjéns að þessu sinni?

Ég verð að viðurkenna að ég varð smá sár í vikunni þegar ég sá að Ásríkur, smáhundurinn hans Hafþórs Júlíusar kraftakalls og leikara, er gjörsamlega búinn að vaða yfir mig á instragram. Litla dýrið er komið með 8.000 fylgjendur á meðan ég er með 819 – ég meina halló þetta er hundur sko. Lítil fjórfætla sem geltir bara, étur, skítur og sefur, ekkert annað. Ég er samt ekkert í fýlu sko en ætla ekki að fylgja honum Ástríki á instragram hef alveg nóg annað að gera – kannski að ég kíki smá, æi veit það samt ekki, nei læt það eiga sig. Nei vá það eru 1.669 sem like-a hugarheim Árna á facebook hjá mér en helvítis hundurinn með 8.000 – hvað er eigilega að ykkur þarna úti ? Ég þarf greinilega að fara að gelta meira.

Margrét Frímannsdóttir fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar sendi formannsframbjóðendum flokksins heldur betur kveðjurnar í vikunni. Margrét segir það vitleysu að breyta nafni Samfylkingarnnar og hvað þá að stofna nýjan flokk. Breiðfylkingin sem Samfylkingin átti að vera varð að engu eins sjá má í skoðunarkönnunum. Margrét segir engan frambjóðandan til formanns sé ferskur – það þarf formann með útgeislun. Það liggur fyrir að Samfylkingin er brotin og hver höndin upp á móti hinni. Nýjum formanni bíður erfitt verkefni, að byggja upp flokkinn innan frá að nýju fyrir kosningarnar í haust, ef flokkurinn á ekki að koma sem rústir einar í kosningabaráttuna.

Þeir sem til mín þekkja vita að íþróttir eru ekki innan áhugasviðsins hjá mér. Ég í rauninni skil þær ekki fyllilega, nema hvað að ég horfi nú stundum á íþróttafréttir ef ég hef algjörlega ekkert að gera og nenni ekki að skipta um sjónvarpsstöð. Í gærkvöldi voru þær í gangi og ég heyrði bara svona með öðru eyranu. Það var verið að tala um Cloe Lacasse og svæ bættist Rebekah Bass inn í þetta, greinilega allt að gerast í leiknum því Nathasha Moraa Anasi kom sterk inn líka og til að toppa þetta þá var Lisa-Marie Woods búin að stimpla sig inn í baráttuna af krafti. Þá veitti ég sjónvarpsskjánum gaum og velti fyrir mér hvaða kvennaleikur í fótbolta erlendis fær svona mikla athygli í fréttunum? Nei nei þá var þetta bara leikur í Árbænum – íslenski kvennaboltinn í gangi, en einhver skortur á íslenskum stúlkum í þessi lið. Það datt inn eitt íslenskt nafn í lokin, ég veit að vísu ekkert hvort viðkomandi hafi verið vatnsberi eða ekki.

En talandi um íþróttaáhugann minn þá var ég beðinn um að skrifa frétt fyrir Morgunblaðið um einhvern fótboltaleik í Njarðvík fyrir mörgum árum. Blaðamaður Morgunblaðsins hringdi og var í vandræðum og þetta þurfti að gerast hratt og örugglega þar sem blaðið færi í prentun fáum mínútum eftir leik. Ég vandaði mig við skrifin. Daginn eftir var ég nú smá spenntur að sjá íþróttafrétt eftir Árna Árnason á síðum Morgunblaðsins. En nei fréttin var ekki í blaðinu og ég bjallaði í blaðamanninn. „Hefur þú aldrei horft á fótboltaleik eða lesið fréttir um leiki?“ kastaði hann fram um leið og hann sagði mér að fréttinn hafi farið beint í bréfatætarann – þar lauk íþróttafréttamennskunni hjá mér.

Góða helgi