sudurnes.net
FöstudagsÁrni: Er ekki alveg örugglega 21. öldin? - Local Sudurnes
Ég vona að það hafi enginn misst af Jólalandanum að kvöldi annars dags jóla. Þar var fjallað um Mávastell, ljósastaura á Patreksfirði og piparkökuhús, svo eitthvað sé nefnt. Það má með sanni segja að spennan var þrúgandi og maður var límdur fyrir framan viðtækið. Landinn kann svo sannarlega að taka púlsinn á jólastemmingunni í samfélaginu. Það var víst ekki vinsælt meðal ferðamanna að streyma í kirkjugarðana um jólin. Já ferðaþjónustan reyndi að beina ferðamönnum í borginni í kirkjugarðana til að njóta ljósadýrðarinnar. Ég er nú bara sáttur við að hinir föllnu fái ró. Er ekki á því að kirkjugarðar eigi að vera viðkomustaður ferðamanna, þangað fer maður til að votta ástvinum sínum virðingu. Ég vona að þessi tilraun verði ekki reynd aftur að ári. Skoðanir fólks á mönnum og málefnum eru æði misjafnar. Það sannaðist þegar hlustendur útvarps Sögu völdu Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra sem mann ársins. Ekki það að mínar skoðanir séu ávallt þær réttu, en stundum líður mér eins og við höldum fyrsta apríl oft og iðulega á hverju ári. Þetta er auðvitað bara algjört grín. Staðreyndirnar um Sigmund tala sínu máli. Burt séð hvar frúin geymir arfinn sem er gefinn upp á skattaskýslu, þá voru það [...]