Nýjast á Local Suðurnes

Forvarnarstefna Reykjanesbæjar endurskoðuð

Forvarnarstefna Reykjanesbæjar sem er frá árinu 2003 og verður endurskoðuð á næstunni, þetta kom fram á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var þann 11. desember síðastliðinn.

Þá kom fram að mikill árangur hafi náðst í forvarnarmálum auk þess sem vinna sé í gangi í hinum ýmsum greinum forvarna í samvinnu við ungmennaráð, grunnskóla, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og lögreglu, en nýlega var gert samkomulag á milli veitinga- og skemmtistaða og lögreglu um að stytta opnunartíma staðanna.

Fram kemur í fundargerðinni að verið sé að vinna að því að samræma forvarnarkennslu í grunnskólum auk þess sem forvarnarskýrslur séu aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar.