sudurnes.net
Fóru í krefjandi verkefni á toppi Þorbjarnar - Local Sudurnes
Í fyrrakvöld var óskað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar þegar varaaflstöð á toppi fjallsins Þorbjarnar bilaði. Ýmis búnaður er á toppnum, meðal annars mikilvægir sendar fyrir neyðarrás skipa, fjarskiptakerfi fyrir flugvélar í aðflugi til Keflavíkur. Verkefnið var afar krefjandi og þurfti björgunarsveitarfólk meðal annars að notast við spil á sérútbúnum bílum auk þess sem handmoka þurfti í gegnum stærsta skaflinn á toppi fjallsins. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar, en færsluna má sjá hér fyrir neðan: Á toppi Þorbjarnar er gríðarlega mikilvægur sendastaður en þar má finna útvarps- og símasenda ásamt sendum fyrir mikilvægt fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. Að auki eru þarna mikilvægir sendar fyrir neyðarrás skipa, fjarskiptakerfi fyrir flugvélar í aðflugi til Keflavíkur og ýmislegt fleira.Í eldgosinu nú í janúar skemmdist raflína sem sá þessum sendastað fyrir raforku og tók því varaaflstöð á toppi fjallsins við þessu mikilvæga verkefni. En í fyrrakvöld bilaði svo umrædd rafstöð og þá voru góð ráð dýr.Um kvöldmat fór vaskur hópur frá sveitinni ásamt starfsmönnum Mílu af stað upp á fjallið með stóra rafstöð á kerru. Til þess að komast upp á topp þurfti að beyta ýmsum brögðum, meðal annars nota spilið á bílunum til þess að hjálpast að upp ásamt því að handmoka þurfti í [...]