Nýjast á Local Suðurnes

Forstjóraskipti hjá Samkaup

Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

Forstjóraskiptin munu eiga sér stað um mánaðamótin mars – apríl, í kjölfar kynningar á ársuppgjöri síðasta árs sem var að sögn stjórnenda afar gott í ljósi áskoranna heimsfaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum.

Ómar hefur starfað í 26 ár sem stjórnandi hjá Samkaupum, þar af sem forstjóri fyrirtækisins í þrettán ár eða frá árinu 2009. Hann hefur stýrt fyrirtækinu í gegnum mikla umbreytingu og vöxt, ekki síst með aukinni sókn á höfuðborgarsvæðinu.