sudurnes.net
Forkynna aðalskipulagsbreytingar vegna miðbæjar - Local Sudurnes
Á fundi skipulagsnefndar Grindavíkurbæjar þann 23. mars síðastliðinn var samþykkt að forkynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi og var tilaga að deiliskipuagi samþykkt til auglýsingar 20. febrúar síðastliðinn. Eftirfarandi tillögur eru forkynntar: Tillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu vegna miðbæjar Grindavíkur skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga.Tilaga að nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna miðbæjar Grindavíkur skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga. Aðalskipulagsbreytingin og tilaga að deiliskipulagi gera ráð fyrir þéttingu byggðar á svæðinu, bæði íbúðahúsnæði og þjónustu- og verslunarhúsnæði eins og gert er ráð fyrir í kafla 4.7.1. í greinargerð gildandi aðalskipulags. Legu gatna er breytt þar sem tengibrautirnar Víkurbraut, Ránargata og Austurvegur mætast til að flæði milli miðbæjar og hafnarsvæðis verði betra.Tillagan er sett fram á uppdrætti greinargerð og umhverfisskýrslu. Forkynningarfundur verður haldinn 27. mars næstkomandi frá klukkan 16-17 á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 og eru allir velkomnir. Hægt er að skoða tillögurnar hér að neðan. Deiliskipulag miðbæjar – Greinagerð Breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 Miðbær Grindavíkur – Deiliskipulagsuppdráttur Miðbær Grindavíkur – Skýringaruppdráttur Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær boðar til íbúafundar vegna tvöföldunar ReykjanesbrautarBjóða ókeypis einkaþjálfunThorsil fær lengri frest til greiðslu gatnagerðargjaldaGrindvíkingar leita til listamanna – Opinn undirbúningsfundur vegna MenningarvikuVilja lækkun hámarkshraða og hraðahindranirMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkYfir 200 skjálftar [...]