Nýjast á Local Suðurnes

Förguðu 11 tonnum af rusli á rusladeginum í Innri-Njarðvík – Myndir!

Íbúar í Innri-Njarðvík söfnuðu tæplega 11 tonnum af rusli á rusladegi sem haldinn var þann 28. maí síðastliðinn, dagurinn verður gerður að árlegum viðburði hér eftir, síðustu helgina í maí. Reykjanesbær tók þátt í verkefninu með því að útvega gáma og poka auk þess að greiða fyrir förgun á ruslinu sem safnaðist.

Fjöldi fólks tók þátt í verkefninu, sem þótti takast einstaklega vel og endaði með grillveislu við Akurskóla. Þá má geta þess að nemendur Akurskóla týndu um hálft tonn af rusli í nærumhverfi sínu á þemadögum skólans fyrir nokkrum vikum síðan. Meðfylgjandi myndum hafa þátttakendur deilt á samfélagsmiðlunum að undanförnu.

ruslad kopa eftir

Hér má sjá Kópuna eftir hreinsun

ruslad1 ruslad

 

ruslad2

ruslad3

Fjöldi fólks tók þátt í verkefninu

ruslad4

Öllum brögðum er beitt í baráttunni við ruslið og öll tæki nýtt

ruslad5

ruslad6

ruslad7

ruslad8

ruslad9

ruslad10