Nýjast á Local Suðurnes

Foreldrar ætla að vakta strætó – Reiði eftir Facebook-færslu

Nokkrir for­eldr­ar í Reykjanesbæ munu ætla sér að mæta í stræt­is­vagna í Reykja­nes­bæ í dag, eft­ir að skóla lýk­ur, til að hafa eft­ir­lit með börn­um í vögn­un­um, en mikil umræða og reiði hefur blossað upp í Reykjanesbæ eftir að birt var færsla á Facebook-síðu sem ætluð er íbúum sveitarfélagsins, þar sem því er haldið fram að börn hafi verið áreitt af nokkrum aðilum í strætó.

Í færslunni sem meðal annars er birt í á Facebook-síðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri er því haldið fram að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og að lögregla hafi verið kölluð til í tvígang. Miklar umræður hafa spunnist um málið og ljóst að uggur er í íbúum Reykjanesbæjar vegna málsins.