Nýjast á Local Suðurnes

Fólk hvatt til að hafa samband áður en mætt er á HSS

Þrátt fyrir slæmt veðurútlit á morgun og tilmæli almannavarna um að fólk haldi sig innandyra, verður slysa- og bráðavakt HSS opin.

Sé hins vegar ekki um neyðartilfelli að ræða er fólk beðið um að hafa samband símleiðis við HSS í síma 422-0500, í vaktnúmerið 1700 eða Neyðarlínuna 112 til að fá ráðgjöf um hvort rétt sé að mæta á meðan veðrið er að ganga yfir, segir í tilkynningu.