sudurnes.net
Fluttur á HSS eftir veltu á Garðvegi - Local Sudurnes
Bílvelta varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ökumaður sem ók bifreið sinni eftir Garðvegi missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaðurinn fann til eymsla eftir óhappið og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Enn fremur varð umferðaróhapp þegar ökumaður sem var á ferð eftir Sandgerðisvegi náði ekki beygju sem á honum er og missti bifreiðina út af veginum, þar sem hún endaði á hjólunum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að fleiri umferðaróhöpp hafi orðið í umdæminu á undanförnum dögum en þau munu öll hafa verið minni háttar. Meira frá SuðurnesjumÞrír á slysadeild eftir að ökumaður dottaði undir stýriBílvelta á Reykjanesbraut – Ökumaður og farþegar fluttir á HSS til skoðunarSautján ára á miklum hraðaFlutningabíll valt á ReykjanesbrautBílastæðavandamál við grunnskóla – Lá við slysi þegar ekið var yfir gangstéttPáll Valur náði ekki endurkjöri – “Vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum”Handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur eftir ferð í vínbúðFellihýsi losnaði aftan úr bifreið og rann á aðra1-1 hjá Njarðvík og Stjörnunni – Bonneau fór meiddur af velliErlendir ferðamenn veltu bíl sínum á Suðurstrandarvegi