Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á HSS eftir að hafa fengið bunka af blöðum á hægri fót

Starfsmaður fyrirtækis á Suðurnesjum var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í vikunni eftir að tilkynnt hafði verið um vinnuslys. Starfsmaðurinn var að hlaða blaðabunkum á borð sem gaf sig undan þunganum og datt á hægri fót viðkomandi, sem hlaut opið sár á ökkla. Viðkomandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja án tafar þar sem gert var að sárum hans.

Eðli málsins samkvæmt tilkynnti lögregla málið til Vinnueftirlitsins.