sudurnes.net
Flutningabíll valt á Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Flutningabíll valt á Reykjanesbraut í fyrradag þegar vindhviða skall á honum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að sjúkraflutningamenn hafi aðstoðað ökumanninn við að komast út um framrúðu bifreiðarinnar. Hann fann til verkja eftir óhappið. Þá óku tveir ökumenn út af á Reykjanesbraut. Einn til viðbótar var að búa sig undir að aka inn í hringtorg og var þá ekið aftan á bifreið hans. Fleiri óhöpp urðu en þau voru smávægileg og engin slys urðu á fólki. Meira frá SuðurnesjumBílvelta á ReykjanesbrautFellihýsi losnaði aftan úr bifreið og rann á aðraÖkumaður bifhjóls féll í götunaFluttur á bráðamóttöku Landspítala eftir mótorhjólaslysBílvelta á Reykjanesbraut – Ökumaður og farþegar fluttir á HSS til skoðunarErlendir aðdáendur norðurljósa ollu árekstri á GrindavíkurvegiÁttaði sig ekki á fjalægð frá bílalúgu og ók utan í söluturnFór nokkrar veltur eftir útafakstur á ReykjanesbrautBifreið olli talsverðum usla og skemmdum í BónusLögregla kölluð til eftir árekstur – Báðir ökumenn töldu sig vera í rétti