Nýjast á Local Suðurnes

Flugvallarstarfsmenn útveguðu landsliðinu happakeilu

Mynd: Skjáskot Vísir

Karlalandsliðið í körfuknattleik stillti sér upp fyrir myndatöku, í jakkafötunum við flugvél Icelandair, eins og tíðkast þegar landslið á vegum Íslands halda utan á stórmót. 

Finni Frey Stefánssyni, aðstoðar landsliðsþjálfara fannst þó eitthvað vanta við myndatökuna í morgun, og þegar hann tók eftir því að það vantaði keiluna, sem karlalandsliðið gerði fræga í sumar, fékk hann flugvallarstarfsmann til að sækja keiluna frægu fyrir hópmyndina.