Nýjast á Local Suðurnes

Flugdólgur með allt á hornum sér vandaði íslenskum bankamönnum ekki kveðjurnar

Mynd: TF JXG Boeing 737 vél Primera Air

Farþegar í flugi Primera Air frá Alicante til Keflavíkur í fyrrakvöld urðu að sætta sig við læti í íslenskri konu sem hafði farið fram úr sér við neyslu áfengra drykkja og ónáðað fólk í kringum sig. Lögregla var kölluð til, en konan var komin úr vélinni þegar lögreglumenn bar að garði og henni komið í hendur nánustu ættingja sem mættir voru til að sækja hana og málinu væri þannig lokið af hálfu lögreglu.

Fram kemur á Vísi.is að konan hafi ekki vandað íslenskum bankamönnum og samfélaginu kveðjurnar og gekk svo að neyðarútgangi þar sem spænskur flugfarþegi hindraði för hennar. Eftir læti og tóm leiðindi lognaðist konan útaf í sæti sínu og rankaði að lokum við sér við lendingu. Þar tóku íslenskir lögreglumenn frá Suðurnesjum á móti henni þar sem notast þurfti við hjólastól vegna ástands hennar.