Nýjast á Local Suðurnes

Flott norðuljósaspá sunnanlands í kvöld

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Photo © Haraldur H. Hjalmarsson 2013.

Svipað veður verður áfram í dag og næstu daga, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands, hæg­ur vind­ur og létt­skýjað um landið vest­an­vert. Held­ur hvass­ara verður allra aust­ast, dá­lít­il él eða snjóm­ugga norðaust­an til, en yf­ir­leitt bjartviðri suðaust­an­lands. Frost 0 til 5 stig við sjáv­ar­síðuna, en tals­vert frost til lands­ins. Þá má búast við að norðurljós láti sjá sig sunnanlands í kvöld og nótt.

„Víða voru fal­leg norður­ljós í gær­kvöldi. Í kvöld má einnig bú­ast við norður­ljós­um um landið sunn­an- og vest­an­vert þó að ör­lítið hafi dregið úr virkni,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stofu Íslands.