Nýjast á Local Suðurnes

Fljúga á KEF frá níu breskum flugvöllum

Breska flugfélagið Jet2.com og Jet2CityBreaks hefur ákveðið að flýta um mánuð áætlunum sínum um flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands. Þetta er gert vegna mikillar eftirspurnar eftir ferðum til Íslands og væntinga um að Ísland verði skilgreint sem grænt land á lista breskra stjórnvalda þegar áformað er að aflétta banni á ónauðsynleg ferðalög  frá Bretlandi um miðjan maímánuð. 

Auk ferða til Manchester verður einnig boðið upp á reglulegt flug og borgarferðir frá Birmingham. Flogið verður tvisvar í viku milli borganna, á mánudögum og fimmtudögum. Manchester-flugið hefst 2. september og Birmingham-flugið 30. september. Flogið verður til 22. nóvember 2021. Þá hefst Manchester-flug að nýju 10. febrúar og stendur til 10. nóvember 2022. Flogið verður til og frá Birmingham frá 10. febrúar til 25. apríl 2022. 

Hægt verður að kaupa stakt flugfar með Jet2.com eða pakkaferð til Íslands með Jet2City Breaks. Þannig er komið til móts við eftirspurn í Bretlandi eftir ferðum til Íslands og bættar tengingar til Birmingham og Manchester fyrir Íslendinga. 

Félagið ætlar einnig að bjóða upp á 37 pakkaferðir á tímabilinu frá sjö öðrum flugvöllum á Bretlandseyjum – frá Belfast-flugvelli, East-Midlands-flugvelli í Derby, Leeds-Bradford-flugvelli, Glasgow, Edinborg, Newcastle og London Stansted.

Jet2.com og Jet2CityBreaks hófu flug til Íslands árið 2019