sudurnes.net
Fjórtán ára spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir meistaraflokk - Local Sudurnes
Freysteinn Ingi Guðnason sem uppalinn er í yngri flokkum Njarðvíkur varð í gær yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur til að leika meistaraflokksleik þegar hann kom inn á sem varamaður í 6-0 stórsigri Njarðvíkur á Ægi. Freysteinn Ingi er 14 ára, 11 mánaða og 11 daga gamall. Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, hefur átt metið frá 5. september 1999. Hér fyrir neðan er listi yfir yngstu 10 leikmenn í sögu Njarðvíkur til þess að spila mótsleik með meistaraflokki: 1 Freysteinn Ingi Guðnason (2007) – 14 ára, 11 mán, 11 daga.2 Óskar Örn Hauksson (1984) – 15 ára, 14 daga.3 Ari Már Andrésson (1996) – 15 ára, 10 mán, 11 daga.4 Kristinn Örn Agnarsson (1983) – 16 ára, 2 mán, 22 daga.5 Helgi Már Vilbergsson (1993) – 16 ára, 4 mán, 12 daga.6 Gunnar Örn Einarsson (1983) – 16 ára, 6 mán, 4 daga.7 Frans Elvarsson (1990) – 16 ára, 8 mán.8 Kristinn Björnsson (1987) – 16 ára, 8 mán.9 Ingvar Jónsson (1989) – 16 ára, 8 mán, 10 daga.10 Andri Fannar Freysson (1992) – 16 ára, 10 mán, 29 daga. Mynd: Kd. Njarðvíkur Meira frá SuðurnesjumLeikmenn og þjálfarar Grindavíkur og KR borguðu sig innSamúel Kári og Arnór [...]