sudurnes.net
Fjórtán á of miklum hraða - Local Sudurnes
Fjórtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Einn þeirra, karlmaður á þrítugsaldri, hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Annar viðurkenndi ölvun við akstur, svo og hraðaksturinn. Sá þriðji var grunaður um fíkniefnaakstur og farþegi í bifreið hans var með meint fíkniefni í fórum sínum. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af tíu bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar. Meira frá SuðurnesjumBólusetning skilyrði fyrir leikskólaplássiRúmlega tuttugu teknir fyrir hraðakstur – Erlendir ökumenn greiddu háar sektirÓk á ofsahraða fram úr lögreglubifreið á ReykjanesbrautPróflaus undir áhrifum fíkniefna á 120 km hraðaLögregla ferjaði ofurölvaða flugfarþega um flugstöðina í hjólastólumFöstudagsÁrni fjallar um markaðsvæðingu barna og skelfilega sumartískuTólf kærðir fyrir hraðakstur – Sá sem hraðast ók fær 150.000 króna sektFær 90.000 króna sekt fyrir hraðakstur – Lögregla með klippur á loftiUnglingur stal bíl og fór á ísrúntSviptur ökuréttindum eftir glæfraakstur á Reykjanesbraut