Nýjast á Local Suðurnes

Fjórir jarðskjálftar yfir 3 að stærð mælst við Reykjanestá í dag

Jarðskjálftavirkni hefur aukist á ný við Reykjanestá. Fjórir skjálftar yfir 3,0 mælst á svæðinu og var sá stærsti 3,4 að stærð klukkan 16:49 samkvæmt fyrstu yfirferð.

Skjálftarnir eru staðsettir um 1 km N við Sýrfell. Um 150 skjálftar hafa mælst þar í dag og eru þeir þá orðnir um 1000 á svæðinu síðan 15. febrúar, langflestir þeirra undir 2,0 að stærð. Árið 2013 var hrina á svipuðum slóðum en þá voru fleiri stærri skjálftar og var sá stærsti 5,2 að stærð, segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurstofan varar enn við hellaskoðun við Eldvörpin á Reykjanesskaganum. Gasmælingar þar að undanförnu hafa sýnt lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir.