sudurnes.net
Fjórir fóru út af á Reykjanesbraut - Einn fluttur á slysadeild - Local Sudurnes
Fjórir ökumenn óku á vegrið á Reykjanesbraut um helgina vegna hálku á brautinni. Einn þeirra var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en bifreið hans sat föst utan í vegriðinu. Þá var nokkuð um minni háttar umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum af sömu sökum. Einnig bárust lögreglu nokkur símtöl frá ökumönnum þar sem bílar sátu fastir í snjó. Var þar um erlenda ferðamenn að ræða. Loks var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur og annar vegna gruns um ölvunarakstur. Meira frá SuðurnesjumSonurinn kominn í skammtímavistun – Stofnaði hóp á Facebook fyrir fólk í sömu stöðuBiðla til ökumanna að skoða myndavélarÞrír á vespu sem ekið var á bifreiðGrunsamlegir menn á hvítum sendibíl eltu uppi börnFær 250.000 króna sekt fyrir hraðaksturTvítugur tekinn á 150 km hraða á ReykjanesbrautGrunaður um fíkniefnaakstur með ýmislegt fleira óhreint í pokahorninuYfir 260 ökumenn stöðvaðir um helgina – Allir með sitt á hreinu á laugardaskvöldiKeflavíkurflugvöllur eini flugvöllurinn á norðurlöndunum sem er lokaður í dagGrunaður um tvær nauðganir – Lögregla á Suðurnesjum fór ekki fram á gæsluvarðhald