sudurnes.net
Fjórar orrustuþotur sinna loftrýmisgæslu - Local Sudurnes
Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins næstkomandi mánudag til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Þetta verður í áttunda sinn sem Norðmenn leggja verkefninu lið, en norski flugherinn hafði síðast viðveru hérlendis í janúar og febrúar á síðasta ári. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur og allt að 120 liðsmenn og hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands. Auk flugsveitarinnar tekur starfsfólk í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Udem í Þýsklandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þátt í verkefninu. Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins, segir í tilkynningu. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 15. til 24. janúar, með fyrirvara um veður. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia, í umboði utanríkisráðuneytisins, en ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir miðjan febrúar. Meira frá SuðurnesjumÍtalir mæta í loftrýmisgæslu6000 kallinn frá Fiskistofu gefur von um betri tíðVon á um 400 þátttakendum á landsmót í GrindavíkGóður rekstrarafgangur hjá GrindavíkurbæAðventugarðurinn opnar á nýGrindavík lagði Hauka í spennuleikMikill munur á útgjöldum vegna félagsþjónustu – Sandgerði langt yfir landsmeðaltaliUm 135 ítalskir hermenn [...]